Af vondum ritstjóra og lélegum blaðamanni

Reynir Traustason hefur í gegnum tíðina útmálað sitt eigið ágæti sem „hard core“ blaðamanns. Hann láti engan vaða yfir sig. Leit hans að litlum símamönnum í öllum skúmaskotum er öllum landsmönnum kunn. Nú er hann staðinn að versta glæp blaðamanna að fela upplýsingar í stað þess að koma þeim á framfæri og það vegna þrýstings að ofan. Í því ástandi lítilla upplýsinga sem hér ríkir bæta allar fréttir einhverju við. Það að eitthvað birtist á Eyjunni þýðir ekki að það hafi náð eyrum þjóðarinnar. Þetta er hrein og klár hylming. DV var ekki hátt skrifað hjá mér fyrir og ef ég man rétt ekki hátt skrifað hjá þjóðinni í síðustu skoðanakönnun. Nú hefur þessi fjölmiðill endanlega stimplað sig út úr alvöru fréttamennsku. Ég ætla rétt að vona að Reynir haldi sér frá fréttaskýringaþáttum á næstunni en hann hefur verið nokkuð iðinn við að mæta þar sem fulltrúi alvöru ritstjóra og fréttastjóra. Ef Reynir hefur bein í nefinu segir hann af sér og upplýsir þjóðina um hverjir það eru sem eru að reyna að stýra upplýsingaflæði um þessi mál til þjóðarinnar. Þjóðarheill er undir í þessu máli.

Kveðja

Idda


mbl.is Reynir: Fréttin bætti engu við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt.  DV vílar ekki fyrir sér að hamra aftur og aftur á gömlum fréttum af Davíð Oddsyni.  Þannig að þetta var léleg afsökun hjá Reyni Trausta.  Auk þess neitaði hann ekki að einhver að ofan hefði haft áhrif á það að fréttin fór ekki út.  En sagði að faglegar forsendur hefðu ráðið för.  Bull og vitleysa.

Heiðrún (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 12:49

2 identicon

Þið talið eins og DV sé eini fréttamiðillinn sem haldi réttum upplýsingum frá almenningi. Ég tel að DV sé það dagblað sem helst hefur komið með fréttir og umfjöllun sem er ekki rotin af fyrirmælum ríkisstjórnar og fyrirtækja ..þó að ég hafi aldrei verið mikill aðdáandi blaðsins áður fyrr.

holmfridur (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband