Andrés stóð þar utan gátta....

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með framgöngu Kristins H. Gunnarssonar undanfarna mánuði. Þetta er maður sem er kominn upp að vegg í eigin flokk og á ekki í önnur hús að venda. Sannarlega utan gátta þessi jól blessaður. Tröllin farin að sækja að úr öllum áttum. Hann virðist hins vegar eitthvað vera að reyna að míga utan í samfylkinguna og eygir þar von um endurnýjun þindaga sinna (varla gengur hann í sjálfstæðisflokkinn - jú, annars allt fyrir stólinn).

Auðvita vill Kristinn ekki kosningar í vor. Þá er ferill hans allur. Hann vill sitja meða "sætt" er.  Þess vegna var hann eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem greiddi atkvæði á móti vantrausti. Í öðrum málum hefur hann talað eins og stjórnarþingmaður. Er hann að vonast til að samfylkingin ruglist eitthvað og taki hann fyrir sinn mann.

Ögmundur hittir nefnilega naglann á höfuðið, eins og oft áður, þegar hann bendir Kristni á að ef hann heldur að kjör almennings séu betri en þingmanna ætti hann einfaldlega að samþykkja að fara inn í það kerfi?

Það er stór mismunun í eftirlaunakerfi landsins. Í svona litlu landi ætti að vera einn lífeyrissjóður með sömu kjör fyrir alla. Ef menn vilja bæta eitthvað kjör sín í ellinni geta þeir einfaldlega lagt fyrir umfram það sem lög gera ráð fyrir. 

Eitt verð ég að viðurkenna um Kristinn. Hann er snillingur í því að upp mála sig sem heiðarlegan prinsipmann sem fylgir sannfæringu sinni hvað sem flokkum líður um leið og hann otar sinum tota af meiri kappi en aðrir geta.

Kv,

Idda


mbl.is Stjórnarandstöðuþingmenn deila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega sorglegt yfirklór

Þetta er það daprast sem sést hefur í langan tíma í yfirklóri. Mætti kannski kalla þetta yfirklór yfirklórsins...
mbl.is Áminna gamla Kaupþing banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki búast við miklu frá þessum manni

Miðað við umæli umrædds ráðherra um pólitíska ábyrgð sem í stuttu máli sýndu að maðurinn er annaðhvort of heimskur eða siðblindur til að skilja hugtakið held ég að það væri bjartsýni að búast við viðbrögðum úr þessum ranni lágdeiðu, aðgerðaleysis og amlóðaháttar. Björgvinn er fyrst og fremst sekur um að sinna ekki sínu starfi á ögurstund í sögu þjóðarinnar. Bankamálaráðherra sem lætur sér lynda að seðlabankastjóri ræði ekki við hann í heilt ár á ekkert erindi í embættið. Því segi ég: Krefjumst afsagnar ráðherra og látum síðan arftaka hans hreins út úr spillingarhreiðrinu.

kv.

Idda


mbl.is Vilja stjórnendur bankanna burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð kreppan

Það er aldrei svo að kreppan sé alfarið af hinu vonda. Skyldi sú staðreynd að flensan er ekki komin hingað tengjast minni ferðalögum. Kunnugir segja mér að Leifstöð sé eins og draugabær þessa dagana.

 

 


mbl.is Hvar er inflúensan?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumt er það..

Aumt er það yfirklórið hjá trausti rúnum Jóni Trausta. Hvað með þá staðreynd að Reynir ritstjóri laug að fjölmiðlum í gær þegar hann staðhæfði að hann hafi aldrei sagt Jóni að hótanir lægju að baki því að fréttin var stöðvuð. "Sá sem lýgur að fjölmiðlum lýgur að þjóðinni" sagði ágætur maður í leiðara 10. október (það er kannski búið að breyta honum núna). Mér finnst mun alvarlegra mál að reyndur ritstjóri ljúgi að þjóð sinni en að óhörnuðum ungum blaðamanni verði á í messunni.

Kv.

Idda


mbl.is Breyttur leiðari DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða menn ekki að taka pokann sinn?

Hér fyrir neðan er tilvitnun íleiðara DV frá föstudeginum 10. október. Sá leiðari er skrifaður af syni Reynis, Jóni Trausta. Ég verð að segja að ég ber lítið taust til þessara manna þrátt fyrir allt "traustið" í nöfnum þeirra. Ljótust í þessu eru viðbrögð Reynis. Þegar að ungur og líklega óharðnaður blaðamaður fylgir málstaði sannleikans bregst hinn gamli ritstjóri við með því að sverta mannorð hanns og kalla hann lygara - og já líka með því að ljúga upp á hann. Treystið þið þessum manni fyrir ritstjórn dagblaðs. Trúið þið einu orði sem frá honum kemur. Er nýja Ísland land þar sem menn eru ofsóttir fyrir það eitt að segja sannleikann? Er það ritstjórnarstefna DV? Já mæltu manna heilast Jón Trausti: blekkinguna verður að uppræta en hreingerningin byrjar heima fyrir.

"DV mun í framhaldinu sýna aukna harðfylgni í samskiptum við stjórnmálamenn og viðskiptamenn. Þeir verða ekki látnir komast upp með að ljúga að þjóðinni athugasemdalaust. Því þeir sem ljúga að fjölmiðlum ljúga líka að almenningi. Blekkinguna verður að uppræta, því hún er meinið sem varð þjóðinni að falli."


mbl.is „Stóðum andspænis þessum hroðalegu örlögum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðblinda

Það sem þú ert í smáu ertu í stóru. Þú átt að segja sannleikann í öllum málum stórum sem smáum! Ég spyr ef þrýstingurinn er svona mikill í smámáli eins og þessu hvernig beita þessir menn sér þá í stórum málum. Þetta er einmitt vísbending um hversu víðtæk afskipti þessara manna er.

Idda


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og fjörug lög

Þeir sem kunna hvorugt (þ.e.a.s. að sauma eða prjóna mæti með hamar og sög..
mbl.is Mótmælendur „sitja ekki aðgerðarlausir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera þeir þá annastaðar

Ef þessir kallar leyfa sér þetta við fjölmiðla landsins. Hvað eru þeir þá að gera á öðrum stöðum. Mér segir svo hugur að þeir standi í röðum við tætarana og hylji slóð sína.

Idda


mbl.is Frétt DV stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af vondum ritstjóra og lélegum blaðamanni

Reynir Traustason hefur í gegnum tíðina útmálað sitt eigið ágæti sem „hard core“ blaðamanns. Hann láti engan vaða yfir sig. Leit hans að litlum símamönnum í öllum skúmaskotum er öllum landsmönnum kunn. Nú er hann staðinn að versta glæp blaðamanna að fela upplýsingar í stað þess að koma þeim á framfæri og það vegna þrýstings að ofan. Í því ástandi lítilla upplýsinga sem hér ríkir bæta allar fréttir einhverju við. Það að eitthvað birtist á Eyjunni þýðir ekki að það hafi náð eyrum þjóðarinnar. Þetta er hrein og klár hylming. DV var ekki hátt skrifað hjá mér fyrir og ef ég man rétt ekki hátt skrifað hjá þjóðinni í síðustu skoðanakönnun. Nú hefur þessi fjölmiðill endanlega stimplað sig út úr alvöru fréttamennsku. Ég ætla rétt að vona að Reynir haldi sér frá fréttaskýringaþáttum á næstunni en hann hefur verið nokkuð iðinn við að mæta þar sem fulltrúi alvöru ritstjóra og fréttastjóra. Ef Reynir hefur bein í nefinu segir hann af sér og upplýsir þjóðina um hverjir það eru sem eru að reyna að stýra upplýsingaflæði um þessi mál til þjóðarinnar. Þjóðarheill er undir í þessu máli.

Kveðja

Idda


mbl.is Reynir: Fréttin bætti engu við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir þá réttlætið engu máli?

Það má endurorða þessa frétt og segja: "Réttlætið er bara táknrænt og skiptir engu máli". Getum við þá bara ekki sleppt því að skattleggja hátekjufólk alveg þar sem heildarskattar af því eru svo litlir að þeir skipta engu máli? Þetta virðist reglan. Auðmenn fá uppgefnar skuldir. Skuldir þeirra skipta engu máli! Með þessum ummælum sínum nær Ingibjörg nýjum hæðum í pólitískri siðblindu. Jafnframt sýnir hún það berlega að hún er í engri snertingu við veruleikann. Ingibjörg! Þetta er nefnilega allt farið að snúast um réttlætið!

Afmáum ósóma - ríkistjórnina burt

Idda


mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðan eftir 17 ára stjórn íhaldsins

Já, hún er aum staðan eftir 17 ára stjórn sjálfstæðisflokks með stuðningi framsóknar og nú síðast samfylkingar. Hvernig ætli þetta verði eftir 2 ár í viðbót? Sveiattan.

Idda


mbl.is Fólk á ekki fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með hátekjuaðalinn sem kom okkur í þetta dý?

Engar hugmyndir um hátekjuskatt? Eiga þessir andskotar að fá að komast upp meða að borga bara 10% skatta af fjármagnstekjum? Skammist ykkar.

Idda


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um fulltrúa almennings?

Nú meiga allir vita að traust almennings til stjórnmálamanna er ekkert. Þessi rannsóknaraðilli verður ekki sannfærandi nema að almenningur fái að koma að skipan hans með einhverjum hætti. Reyndar er þetta rannsókn þjofanna á þjófnaði og verður væntanlega aldrei sannfærandi.

kv.

Idda


mbl.is Samráð við skipan saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ajax sveitin en á ferð..

Geiri smart aðalforingi í hvíthreinsunar deild Ajaxsveitarinnar er enn samur við sig....
mbl.is Gögn mega ekki glatast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin frétt

Skrítin frétt þetta. Ég minnist þess ekki að sérstaklega hafi verið fjallað um allar hækkanir þessa okurfyritækis á þessum vettvangi. Skyldi þetta ver hluti af þeirri miklu áætlun ríkis og fjölmiðla að fá Íslendinga til að halda að allt sé í stakasta lagi þrátt fyrir algert hrun í efnahagsmálum? Hvað er að ykkur? Hvað eruð þið að kvarta? Vitið þið ekki að dekkin voru að lækka! Skyldi þessi lækkun kannski stafa af því að enginn hefur efn á að kaupa dekk? Ojattan..

idda


mbl.is N1 lækkar hjólbarðaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðitamur maður Hann Páll

Augljóst er að dagskipun ríkistjórnar til ríkisfjölmiðla er að þegja mótmælendur í hel. Í samræmi við þetta kaus RÚV að sjónvarpa ekki frá fundinum í Háskólabíó. Koma þessi mál landsbyggðinni ekkert við. Var mikilvægara að sjónvarpa sápum en að standa við hlutverk sitt og upplýsa almenning? Páll er hlíðin og vellaunaður kjölturakki...
mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá löggan farin að vinna vinnuna sína?

Jæja, skyldi lögregla þessa lands vera komin af stað? Má búast við því að þeir glæpamenn sem hafa farið ránshendi um eigur samfélagsins undanfarin ár verði nú leiddir út í járnum? Mennirnir sem hafa bundið ófæddar kynslóðir á skuldaklafa næstu mannsaldra! Eða þá stjórnmálamennina og embættismennina sem eru vitorðsmenn þeirra í glæpnum. Stefán! Jón Geir! Útskýrið nú aftur fyrir okkur þessar starfsreglur ykkar.  Já, alveg rétt. Þetta er ekki spurning um að stela – bara að stela nógu miklu svo þú sleppir og stela frá þeim fátæku en ekki ríku. Alveg rétt. Geir Jón stóð ekki í einhverri bók „vertu trúr yfir litlu og Guð mun gefa þér lífsins kórónu“?


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ajaxs sveitin komin af stað..

Hvítþvotturinn er hafinn og allur skíturinn hverfur eins og dögg fyrir sólu. Trúir einhver þessari steypu?

kv.

Idda


mbl.is FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ögmundur

Þetta er eini þingmaðurinn á þingi sem hefur raunverulegan rétt til að tala um þetta mál. Hann var eini þingmaðurinn sem frá upphafi var á móti þessum forréttindum (þó nokkrum öðrum hafi snúist hugur eftir að kastljósi fjölmiðla var beint að málinu), Með þeirri afstöðu sinni sannaði Ögmundur það fyrir mér að hann er sannur og heill í sinni skoðun. Það er reyndar svo að þeir sem standa við sína sannfæringu en blakta ekki eins og drulludulur í vindum almenningsálitsins verða oft hrópendur í eyðimörkinni en sagan sýnir að tíminn veitir þeim uppreisn æru.

Margir kossar frá Iddu til Ömma


mbl.is Beðið eftir eftirlaunafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband