25.11.2008 | 13:33
Hjá hverjum vinnur Páll Magnússon?
Þau stórmerkilegu tíðindi hafa gerst í hinu nýja gegnsæja Íslandi að Páll Magnússon, fréttastjóri ríkisstjórnarinnar, hefur hótað fyrirverandi fréttamanni öllu illu fyrir það eitt að miðla upplýsingum til almennings (spilling). Upplýsingum sem hann sem fréttastjóri hefur vaflaust sagt fréttamanninum á sínum tíma að leyna. Hvert er nákvæmlega hlutverk Páls? Er honum þá eftir allt ætlað að vera varðhundur valdsins innan þessarar stofnunar? Spyr sá sem ekki veit.
Ég hef séð þetta myndband og mér finnst það eiga fullt erindi til almennings. Það upplýsir almenning um migilvæg atriði í skapgerð forsætisráðherra. Í framkomu hans birtist hroki þess sem valdið hefur og sú trú hans að hann geti og megi (í krafti valdsins) skammta upplýsingar ofan í almenning. Í það minnsta leynt hann upplýsingum um mál sem eru óþægileg fyrir ríkistjórnina (spilling). Þátt í þessum leik tekur svo ofurlaunaði fréttastjórinn.
Hér er forsætisráðherra staðinn að því að ritstýra fréttum í beinni. Hann er hreint og beint kominn í hlutverk fréttastjóra. Skyldi hann í framhald af þessu hafa hringt í Pál? Ég leyfi mér að fullyrða að í nágrannalöndum hefði svona viðtal verið sýnt samdægurs í fjölmiðlum og umræddur ráðherra vafalaust verið látið taka pokann sinn. Hann hreinlega skammar fréttamann fyrir að spyrja óþægilegra spurninga. Hvers konar framkoma er það? Hvar er virðingin fyrir fjölmiðlum. Eiga þeir ekki að heita hornsteinn lýðræðis og frelsis? Hvar er þá ást þessa sama ráðherra á lýðræðinu og frelsinu. Hvað með upplýsta umræðu? Í Ameríku segja þeir: " If you cant stand the heat in the kitchen then stay out". Stjórnmálamaður sem þolir ekki spurningar fréttamanna á ekki að vera í stjónmálum.
Þarna koma nefnilega fram þeir persónubrestir mannsins sem hafa birst okkur með þessum hrikalega hætti undanfarnar vikur. Á síðustu vikum hefur áhugi Geirs ekki snúist um sannleikann og miðlun hans heldur það að stýra umræðunni í þá veru sem honum hentar. Fyrir mér sem kjósanda er þetta mikill galli. Fréttastofa RÚV hefur brugðist skyldu sinni í að miðla mér upplýsingum. Svona yrði aldrei liðið í Noregi!
Ég er reyndar efins um að hótanir Páls standist fyrir dómi. Fréttamenn eiga höfundarétt á sínum fréttum. Fyrir nokkrum árum kom til málaferla þar sem fyrrum forstöðumaður rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá tók með sér gögn úr stofnuninni. Þá var það niðurstaða dómstóla að gögnin væru hans enda hann aflað þeirra og greint (þó hann hafi verið á launum hjá stofnuninni). Það skal reyndar viðurkennt að síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og sjálfstæðisflokkur búinn að raða sínum mönnum í stöður hæstaréttardómara (spilling). Kannski kemst hinn nýi hæstiréttur að annarri niðurstöðu.
Fyrir mitt leit segi ég hins vegar farðu burt Geir og taktu hann Pál með þér.
Með norskum ástarkveðjum
IDDA
Önnur dæmi um valdnýðslu gagnvart fjölmiðlum finnur þú hér
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.