4.12.2008 | 10:59
Aðgát í nærveru sálar
Allt atferli Davíðs undanfarið er með ólíkindum. Reyndar svo að ég er farin að efast alvarlega um geðheilsu mannsins. Hann virðist algerlega blindur á alla sína galla og er augsýnilega haldin vænisýki á háu stigi. Draga verður stórlega í efa andlegt jafnvægi hans. Það er ábyrgðarhluti gagnvart þjóðinni en ekki síst manninum sjálfum að láta þennan persónuharmleik halda áfram með þessum hætti. Geir gerðu okkur öllum greiða, þjóðinni og Davíð, gefðu þessum manni frí. Ef Davíð telur sig þurfa að hreinsa orðspor sitt þá getur hann alltaf reynt fyrir sér í stjórnmálum aftur og þannig lagt verk sín fyrir þjóðina en þessi farsi er búinn að ganga langt útfyrir öll velsæmis mörk. Mér finnst dapurt ef þetta á eftir að verða eftirskrift þessa litríka stjórnmálamanns.
idda
Davíð ber fyrir sig bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið ofboðslega er ég sammála þér.
Maðurinn átti mjög góða spretti á upphafsárum sínum, fyrst sem borgarstjóri og síðar forsætisráðherra.
En það virðist sem svo að blessaður maðurinn hafi orðið svo gegnumsýrður að völdum að hann hafi byrjað að telja sjálfan sig ósnertanlegan og yfir alla hafinn.
Það er afkaplega ljótt að bera þetta saman, en hann er farinn að haga sér eins og siðferðislausu einræðisherrarnir út í heimi.
Ég átti í ágætis samtali við annan mann þar sem við komumst að þeirri niðurstöðu að ef D.O hefði verið fæddur og uppalin í ónefndu afríkuríki þá væri hann búinn að taka sér upp nafn í líkingu við t.d Mugabe, allavega miðað við hvernig hann hefur hagað sér síðastliðin ár.
Ég tel að það sé engum hollt af of miklum völdum í of langan tíma, og að hann telji að ráðamenn og almenningur eigi bara að sitja, þegja, hlusta og samþykkja þegar hann þarf að tjá sig án þess að segja neitt á móti, sé full mikið af hinu góða.
Best væri fyrir blessaðan manninn að stoppa aðeins og hugsa um eigin sálarheill áður en hann gerir eitthvað meir af sér,.
Matthías I. (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.