Er þá löggan farin að vinna vinnuna sína?

Jæja, skyldi lögregla þessa lands vera komin af stað? Má búast við því að þeir glæpamenn sem hafa farið ránshendi um eigur samfélagsins undanfarin ár verði nú leiddir út í járnum? Mennirnir sem hafa bundið ófæddar kynslóðir á skuldaklafa næstu mannsaldra! Eða þá stjórnmálamennina og embættismennina sem eru vitorðsmenn þeirra í glæpnum. Stefán! Jón Geir! Útskýrið nú aftur fyrir okkur þessar starfsreglur ykkar.  Já, alveg rétt. Þetta er ekki spurning um að stela – bara að stela nógu miklu svo þú sleppir og stela frá þeim fátæku en ekki ríku. Alveg rétt. Geir Jón stóð ekki í einhverri bók „vertu trúr yfir litlu og Guð mun gefa þér lífsins kórónu“?


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki allt í lagi með þig. Þrátt fyrir að þessir auðmenn hafi gert okkur mikinn óskunda þá er ekkert sem komið hefur fram að þeir hafi gert neitt ólöglegt, því miður. Ekki veit ég til þess að stjórnmálamennirnir eða embættismennirnir hafi gert neitt ólöglegt heldur. Það er ekki til siðs að handtaka fólk bara ef þú eða fleiri séu á móti því. Lögreglan heldur uppi lögum og á að handtaka þá sem gerast brotlegir. Ef í ljós kemur að einhverjir af þessum mönnum sem þú kallar glæpamenn hafi brotið lög munu þeir eflaust fá að svara fyrir það.

Sigurður (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:50

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er víst ekki þjófnaður að stela meiru en milljarði, það heitir viðskiptavit

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.12.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Idda Odds

Hum, það er þó venja að rannsak málin þegar um rökstudda grun er að ræða. Ekki satt? Nei, það er eiginlega ekki í lagi með mig þessa dagana. Ég hef verið svipt sem nemur 3 ára launum og var þó ekki í neinu braski. Þar er komin full ástæða til að í það minnsta leita af sökudólgum. Spurningi er hins vegar er: er ekki í lagi með þig sem ætlar að sitja undir þessu og væla yfir háreistum örfárra unglinga. Ég leyfi mér að fullyrða að lögreglan hafi eytt meiri orku í að njósna um mótmælendur en að afla gagna um sannarleg lögbrot. Það er nefnilega en glæpur í þessu landi að stela.

Idda Odds, 8.12.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband