Hvað með hátekjuaðalinn sem kom okkur í þetta dý?

Engar hugmyndir um hátekjuskatt? Eiga þessir andskotar að fá að komast upp meða að borga bara 10% skatta af fjármagnstekjum? Skammist ykkar.

Idda


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Já, þetta er furðuleg ríkisstjórn - og enn furðulegra að jafnaðarmannaflokkur skuli sitja í svona hægrisinnaðri stjórn.

Hátekjuskattur er viðhafður í öllum nágrannalöndum okkar og það þó svo að hægri stjórnir sitji þar við völd, án liðsinnis socialdemókrata.  

En hér er Samfylkingin miklu líkari íhaldsömum miðjuflokkum en jafnaðarflokki.

Er ekki kominn tími til að setja meiri kraft í kröfuna um að ríkisstjórnin víki - og það strax?

Torfi Kristján Stefánsson, 11.12.2008 kl. 11:44

2 identicon

Ég er ekki sammála þér.

Það á að ráðast á svarta starfssemi.  Hún var mikil fyrir kreppuna miklu og verður enn meiri eftir kreppuna mikla. 

Fyrst þurfa allir að byrja á sjálfum sér og greiða ekki fyrir vöru eða vinnu með svörtum peningum, fá alltaf nótu. 

Við skulum gera okkur grein fyrir því að það kostar að halda úti skólum, heilbrigðiskerfum og slíku og það er ekki bara hægt að vera þiggjandi.

Margrét (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband