Andrés stóð þar utan gátta....

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með framgöngu Kristins H. Gunnarssonar undanfarna mánuði. Þetta er maður sem er kominn upp að vegg í eigin flokk og á ekki í önnur hús að venda. Sannarlega utan gátta þessi jól blessaður. Tröllin farin að sækja að úr öllum áttum. Hann virðist hins vegar eitthvað vera að reyna að míga utan í samfylkinguna og eygir þar von um endurnýjun þindaga sinna (varla gengur hann í sjálfstæðisflokkinn - jú, annars allt fyrir stólinn).

Auðvita vill Kristinn ekki kosningar í vor. Þá er ferill hans allur. Hann vill sitja meða "sætt" er.  Þess vegna var hann eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem greiddi atkvæði á móti vantrausti. Í öðrum málum hefur hann talað eins og stjórnarþingmaður. Er hann að vonast til að samfylkingin ruglist eitthvað og taki hann fyrir sinn mann.

Ögmundur hittir nefnilega naglann á höfuðið, eins og oft áður, þegar hann bendir Kristni á að ef hann heldur að kjör almennings séu betri en þingmanna ætti hann einfaldlega að samþykkja að fara inn í það kerfi?

Það er stór mismunun í eftirlaunakerfi landsins. Í svona litlu landi ætti að vera einn lífeyrissjóður með sömu kjör fyrir alla. Ef menn vilja bæta eitthvað kjör sín í ellinni geta þeir einfaldlega lagt fyrir umfram það sem lög gera ráð fyrir. 

Eitt verð ég að viðurkenna um Kristinn. Hann er snillingur í því að upp mála sig sem heiðarlegan prinsipmann sem fylgir sannfæringu sinni hvað sem flokkum líður um leið og hann otar sinum tota af meiri kappi en aðrir geta.

Kv,

Idda


mbl.is Stjórnarandstöðuþingmenn deila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stór furðulegur náungi finnst mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Katrín

Sagði Kristinn nokkuð um það að ekki ætti að jafna kjörin?   Var hann ekki að benda á að Ögmundur fari ekki rétt með...eða skiptir það engu máli lengur...sannleikurinn er víst bara til notkunar stundum og fyrir suma..

Katrín, 19.12.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Kristin er líka á móti því að þingmenn sitji við sama borð hvað eftirlaun varðar og hinn almenni launþegi í landinu. Hljómar skringilega þegar miðað er við hans framgöngu í hinum ýmsu flokkum?!

Vilborg Traustadóttir, 19.12.2008 kl. 17:14

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér hefur reyndar sýnst K samkvæmur sjálfum sér

Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband