27.11.2008 | 01:17
Skrítin lögfræði í HR
Hefur þetta fólk aldrei heyrt um varnarétt almennings. Réttinn til að rísa gegn óréttlætum sjórnvöldum sem reyndar var gerður að skyldu í dauðadómum yfir nasistu. Er ekki kominn tími til að þessi litlu íhöld geri sér grein fyrir þjóðfélagslegum raunveruleika. Þegar stjórnvöld fara yfir rammann kemur að andófi almennings. Þegar einhver ætlar að ræna mig ævistarfinu á ég rétt á að bera hönd yfir höfði mér. Ég er ekki þræll þó þið séuð rosalega flott íhöld.
Kv.
Idda
Ps. Ef þetta lið fengi að ráða væri Nelson Mandela enn í fangelsi.
Óánægð með ræðu á heimasíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Er hann sloppinn?!?!!!
(en svona í alvöru, þá er réttur til að rísa gegn óréttlátum stjórnvöldum ekki mikill hér á landi)
Uni Gislason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:38
Á tímum lögbrota og siðspilts umhverfis í landi sem er af þeim sökum á leið á hausinn. Þá standa upp nokkrar hræður og mótmæla Konu sem þorir að setja sannleikann á sterkan myndrænann hátt.
Þvílíkar mannleysur !
Þeim vantar athygli (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 02:01
Ræðan er full af staðreyndavillum, grófum staðreyndavillum. Á það er bent. Eftir bankahrun höfum við kvartað undan því að ráðamenn og auðmenn sögðu okkur ekki satt. Er okkur er síðan skítsama hvort þeir sem tala gegn þeim segi satt? Er það svona sem bylting étur börnin sín? Það er verulega umhugsunarvert að þeir sem standa í þessum mótmælum kæri sig ekki um staðreyndir. Að líkja ástandinu nú við tíma nasista er síðan bara brandari, það er ekkert það ástand hér á landi að gera þurfi byltingu með ofbeldi gegn stjórnvöldum. Ef fólk heldur það er það sturlað.
Birgir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:05
Ég sé að Birgir er augsýnilega ekki einn af þeim sem búinn er að tapa aleigunni.
kv.
Idda
Idda Odds, 27.11.2008 kl. 12:49
Þar liggur hundurinn grafinn. Þegar maður hefur tapað aleigunni þá skiptir sannleikurinn eða lög og regla litlu máli.
Það er svo sem skiljanlegt en engu að síður verður að sjá til þess að sú skoðun verði ekki ofan á.
Páll Jónsson, 27.11.2008 kl. 15:56
Ég held að það hafi verið írski rithöfundurinn George Bernard Shaw sem sagði: "Við áttum að stöðva nasista daginn sem þeir mölvuðu fiðlu Einsteins". Það sem hann átti við að var að þá hefðu hörmungarnar sem fylgdu þessum óþjóðlýð aldrei orðið. Málið er nefnilega það að þetta siðblinda lið sem í ráðherra- og þingstólum situr hefur sýnt innræti sitt. Það mun engu breyta enda telur það sig ekkert til sakar hafa unnið. Það er bara " business as usual" hjá þessu liði. Sjáið bara hvernig og hvert er verið að ráðstaf eignum bankanna. Sjáið leyni- og baktjaldamakkið. Sjáið stöðuveitingar Ingibjargar Sólrúnar. Ræður vinkonu sína í embætti "sveiattan". Við erum búin að fá nóg af þessari spillingu. Þessi bitlingaspilling hefur kostað þjóðina nóg. Öll embætti hér eru meira og minna fyllt af getulausum hálfvitum sem fengu vinnu út á flokkskýrteini, ættarbönd eða peningatengsl. BURT MEÐ ÞETTA DRASL!!!!
KV.
idda
Idda Odds, 27.11.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.