12.12.2008 | 09:14
Staðan eftir 17 ára stjórn íhaldsins
Já, hún er aum staðan eftir 17 ára stjórn sjálfstæðisflokks með stuðningi framsóknar og nú síðast samfylkingar. Hvernig ætli þetta verði eftir 2 ár í viðbót? Sveiattan.
Idda
Fólk á ekki fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vil beina því til kjósenda að festa sér bankahrunið og afleiðingar þess vel í minni og sérstaklega muna það þegar næst verður kosið. Og nú ætla sjallarnir að sækja endurreisn efnahagskerfisins til lífeyrisþega í stað þess að sleppa þeim algjörlega við að taka á sig byrðarnar og láta þess í stað hálaunaliðið borga þá upphæð með hátekjuskatti. Munið þetta kjósendur sjálfstæðispakksins, framsóknardrauganna og samfylkingarhyskisins.
corvus corax, 12.12.2008 kl. 09:24
Svo voru menn einu sinni að tala um að Vinstri Grænum væri ekki treystandi til að vera í stjórn. Þeir væru vonlausir í fjármálunum og myndu setja allt hér á kaldan klaka .
Jóhann (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:05
Það var í tísku hjá stjórnmála mönnum að vera inn fyrir ESB. ESS-samningurinn var undirbúningurinn. Ég á von á miklli tískubreytingu og mörgum nýjum andlitum í komandi kosningum. Í kreppu er nú ekki hagstætt að þurfa að bjóða öll verkefni út til Austur-Evrópu m.a.
Kröfur um láglaunastefnu samfara lágvörubúðum er eitt það leiðinlegasta sem maður sér í Evrópu nú til dags. Fólk af erlendu bergi brotið kallast í hagtölum "Foreign Labour" það getur bara farið: seiga sumir fræðingar. Láglaunstefna er líka stöðugleiki. Henni er líka viðhaldið með bótum því víst hafa sumir Íslendingar samviskubit. Sumir voru brennimerktir með kennitölum við erum svo heppin að vera laus við tattóið.
Júlíus Björnsson, 13.12.2008 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.