Smjörklípur meistaranna

ekg

Í síðasta pistli ræddi ég lítillega um þau mistök Framsóknar-, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að halda að umhverfismál væru léttvæg jaðarmál. Það væri draumastaða þessara flokka þessa dagana ef svo væri.

Einn ágætur ráðamaður þjóðarinnar Einar Kr. Guðfinnsson lét sér ekki einungis dreyma þann draum. Hann reyndi að gera hanna að veruleika. Með fordæmi foringjans mikla (sem stundum var kallaður Barbapabbi vegna allra sinna pólitísku brellna) ákvað Einar að búa til stóra og mikla smjörklípu sem var ætlað að setja umhverfismál og umhverfissinna út á jaðarinn þar sem þeir áttu heima.

Hann hóf því hvalveiðar. Planið var einfalt. Hann ætlaði að skauta íslensk stjórnmál um þennan málaflokk. Gera út á þjóðernisstolt Íslendinga. Stilla þessu upp sem “þeir á móti okkur” stöðu. Vonin var sú að með því að endurvekja þennan draug myndu allir þeir sem opnuðu munninn um umhverfismál ver stimplaðir sem “hel... hvalavinir”.  Allir vita að hvalavinir eru verstu andstæðingar íslensku þjóðarinnar alla vega síðan Rússagrýlan gafst upp á rólunum. Líklega hefur einnig vakað fyrir ráðherra að bæta ímynd sína heima í héraði. Einar átti það til að tala kokhraustur um endurbætur á kvótakerfi fyrir ráðherratíð sína en minna fer fyrir gjörðum nú en orðum áður. Hann hefur m.ö.o. (eins og títt er með íslenska stjórnmálamenn) kokgleypt sannfæringu sína. Það var von til þess að hvalaævintýrið myndi draga athygli frá þessari staðreynd heima í héraði.

Í félags- og stjórnmálafræðum heitir þetta yfirfærsla. Á góðri og gegnri íslensku “að setja alla undirblwhale sama hatt”. En tilraunin mistókst og nú spólar ráðherrann í eigin smjöri og kemst hvorki lönd né strönd.

Fáránleiki málsins var einfaldlega of mikill.  Þó að 80% þjóðarinnar styddi hvalveiðar sáu þau engan tilgang með þessu. Enginn markaður er fyrir afurðina og ljóst að framtíð starfgreinarinnar var engin. Hins vegar var öllum augljóst það tjón sem þetta bráðlæti ráðherrans olli íslenskum hagsmunum. Ímynd landsins er stórlega skemmd á erlendum vettvangi. Þetta skaðar jafnt markaðstarfs sprotafyrirtækja, fjarfesta og fólks í ferðamennsku. Það skipti líka máli að umhverfisverndarsinna stigu ekki í gildruna. Það voru engin skip send á miðin, engar háværar hótanir um viðskiptabann (allt það sem hefði þjappað þjóðinni saman gegn helv... umhverfisverndarsinnunum) aðeins óskir um að mega kaupa hvölunum líf og ábendingar um fáráðleika veiðanna. Jafnvel bestu bandamenn okkar í hvalamálum, Japanir, hlógu að okkur.  

pygmy_blue_whaleSvo má spyrja hvað við höfum að gera með ráðherra í þessu landi sem er tilbúinn til þess af hætta lífviðurværi og afkomu þúsunda til þess að bjarga eigin pólitísku skinni.  Þjóð sem á svona ráðherra fyrir vin þarf ekki óvini. En eftir situr hinn mikli smjörklípumeistari eins og fiskur/hvalur á þurru landi.  Betur hann en blessaðir hvalirnir.

Með hvalræðiskveðjum Idda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband