Á skal að ósi stemma - hugleiðing um klám

amor_correpondido

Idda hatar klám eins mikið og hún elskar kynlíf. Já, fyrir þá sem ekki vissu þá er munur á þessu tvennu. Ef einhver heldur að klám sé kynlíf eða erótík þá veit sá/sú hinn/hin sami/sama ekki af hverju hann/hún missir. Idda vísar til beggja kynja hér því það sorglega við þróun síðustu ára er að ungar konur eru orðnir klámneytendur. Líklega er þetta hluti af klámvæðingu ungu kynslóðarinnar.

Læknar segja mér að það verði stöðugt algengari að ungar stúlkur leiti til þeirra með áverka á kynfærum og líkama eftir eitthvað sem þær halda að sé kynlíf. Kynlíf er framhald af ástinni. Það gengur ekki út á að meiða eða niðurlægja – það gengur út á hið gagnstæða. Það gengur út á að sýna umhyggju, væntumþykju og að upphefja elskandann. Í þessu felst hin sanna fullnæging og friðþæging.

Idda dregur hins vegar í efa að það hafi mikið upp á sig að öskra á torgum að útlendum klámstjörnum. Hér gildir hið fornkveðna: á skal að ósi stemma (í þessu orðatiltæki vísar ós í upptök). Við eigum að einbeita okkur að orsök vandans nefnilega þeim sem kaupa þennan óhroða. Ef engin væri kúnninn þá væri engin framleiðsla. 

Með ástarkveðjum Idda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Loks ein skynsemisrödd í eyðimörkinni, sem ég er innilega sammála.  Ofstækið og ergelsið hefur vaðið út yfir allan þjófabálk í þessari umræðu. Þeir sem hafa bent á þetta og það að þessi aðför væri brot á grundvallar lýð og mannréttindum hafa verið sakaðir um að prómótera mannsal og barnaklám af hörðustu kvenrembunum. Það er oft svona þegar rifist er um afstæða hluti.  Allur skógurinn hefur verið dæmdur út frá einstaka tré og karlmenn gerðir að klámhundum og níðingum generalt.  Ég gafst upp á að kommentera á þetta því alltaf var lesið eitthvað allt annað út úr athugasemdunum en ég skrifaði og mér lögð orð í munn. Sumar þær hörðustu, tóku kommentin manns út og létu svör sín við þeim og skítkast standa, svo málefnalegt sem það er.  Ég fann fyrir mjög sterkri kynbundinni apartheit stefnu þarna og hugnaðist það illa. 

Myndin með færslunni er góð. Mér finnst hún samt talandi fyrir unglingsárin og hvernig við erum á þroskaskeiði. Þetta rjátlast svo af okkur.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband