GOTT MÁL

Berjumst áfram gegn þessu liði sem vill gera almenninga landsins að séreign sinni.  Höfum við ekki fengið upp í kok af kvótakerfinu og  kvóteigendum. Sú staðreynd að þú megir beita skjátum þínum á eitthvert land þýðir ekki að þú eigir jarðhitan þar enda landið ekki þitt.

kv.

Idda odds

 

 


mbl.is Norðurhlíðar Ytra-Hágangs eru þjóðlendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mér sýnist þú vaða villu vegar af vanþekkingu. Hefurðu kynnt þér þjóðlendumál ríkisins. Það viðurkennir ekki þinglýsta eign, heldur ákveður eitt og sér hvað skuli heita þjóðlenda, sums staðar nær þetta niður undir sjó eins og Austur-Skaftafellssýslu þannig. hvað jarðhita varðar hefur ríkið leyfi til að taka slíkt land eignanámi. Sama á við vegi, raflínur og fleira. Ég er hins vegar sammála þér í þessu með skjáturnar og lík kvótakerfið. En að ríkið geti tekið þinglýsta eign eignarnámi gengur ekki. Ef þú átt íbúð, værirðu þá sátt við að ríkið kæmi einn daginn og segði: Við viljum frjáls afnot að íbúð þinni og því er hún ekki lengur þín eign.

Haraldur Bjarnason, 2.12.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Idda Odds

Það skal ég viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér hvert og eitt einasta mál. En af þeim sem ég hef skoðað og því hefur verið haldið fram að um eignaupptöku sé að ræða hefur sú staðhæfing venjulega orkað tvímælis. Það hlýtur að vera auðunnið mál  fyrir dómstólum að halda eign sinni ef menn eru með óvéfengjanleg skjöl.

Það vill reyndar svo til að Idda vann við landamerkjamál á yngri árum. Þú skalt því tala varlega um vanþekkingu mína í þessum efnum. Það gæti bara vel verið að ég vissi töluvert meira um svona mál en þú. Í þeirri vinnu lærðist mér að þar eru á ferð mörg vafasöm skjöl svo ekki sé talað um langsóttar túlkanir hagsmunaaðila á þessum skjölum. Ég veit meira að segja um mál þar sem landamerkjasteinar höfðu verið fluttir eða eyðilagðir. Menn hafa túlkað hugtakið almenning mjog í sinn hag. Einn ræddi ég við sem taldi almenninginn sinn. Þrjár jarðir hefðu haft beitarrétt þar - hinar tvær væru ekki byggðar lengur og því ætti hann þennan almenning með öllum gögnum og gæðu.

Ég rakst líka á mál þar sem menn höfðu keypt jarðir og í bréfum (þinglýstum) er lýsing á eigninni sem enganvegin stenst landamerkjalýsingar. Seljandinn hefur einfaldlega logið til um umfang jarðarinnar. Sannarlega hefur þessi kaupandi verið svikinn en ekki af ríkinu. Hitt er líka rétt að málin er misjöfn eins og þau eru mörg. Dómsagan geymir mörg sorgleg mál þar sem gróflega var brotið á fólki. Nægir þar að nefna landamerkjadeilu vegna Flankastaða í Sandgerði. Það velkist enginn heiðarlegur maður í vafa að undirréttur og hæstiréttur brutu gróflega á landeigendum þar. Gunnlaugur hæstaréttalögmaður faðir Hrafns kvikmyndagerðamanns barðist fyrir upptöku þess máls á sínum tíma án árangurs.

En í stuttu máli, þá finnst mér það skylda stjórnvalda að láta reyna á eignarétt fyrir dómstólum þar sem einhver vafi er. Þau eiga að gæta hagsmuna og eignarétt almennings,

Landamerklakveðja

Idda

Idda Odds, 3.12.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband