Áhyggjur

gbhole1Lífið er vandamál, það er fullt af áhyggjuefnum. Ég sef stundum ekki á nóttinni fyrir áhyggjum. Er Ingibjörg Sólrún að kafsigla Samfylkinguna. Er Össur allur þar sem hann er séður. Kannski er hann bara að bora göt í kjölinn þegar hann ætti að vera að manna dælurnar. Hvað með gróðurhúsaáhrifin, eyðingu ósonlagsins, hækkandi sjávarstöðu, gengi og framtíð krónunnar? Er það rétt sem mér sýnist er hann Ögmundur að þyngjast? Hvað með Magnús Þór? Þetta og svo margt annað heldur fyrir mér vöku. Hvað gerir maður þegar maður er andvaka (og einstæð). Maður fer að horfa á sjónvarpið.

Ég var nefnilega að horfa á Discovery stöðina í nótt. Þá uppgötvaði ég að það eru miklu stærri og merkilegri mál að hafa áhyggjur af. Vissir þú að í 400 milljón ára sögu þróaðs lífs á jörðinni hefur það gerst 20 sinnum að nær allt líf hefur verið þurrkað út við árekstur loftseins. Þetta gerðist síðast fyrir 65 milljón árum en þá dóu um 75% allra dýrategunda í sjó og á landi þar með taldar risaeðlunar. Þetta á að gerast að jafnaði á 30 milljón ára fresti. Vissir þú að fyrir um 70.000 árum varð ofureldgos í Asíu sem gekk að mannkyninu nærri dauðu! Yellow Stone er ofureldfjall af þessari gerð sem gýs á 600.000 ára fresti með skelfilegum afleiðingum. Það eru 600.000 ár síðan það gaus seinast! Vissir þú að þegar vetnisforði sólarinnar þverr mun hún þenjast út og gleypa jörðina. Gerir þú þér grein fyrir því að í stjörnuþokunni okkar, sem við köllum Vetrarbrautina, eru milljónir svarthola sem gætu gleypt sólkerfið okkar þegar það hnitar sinn reglubundna hring um Vetrarbrautina (en einn slíkur hringur tekur 220 milljón ár).

Eftir allt þetta er frekar erfitt að hafa áhyggjur af fylgi Samfylkingarinnar, áformum ALCANS, grandvaraleysi bæjarstjórans í Hafnarfirði gagnvart gróðurhúsaáhrifum. Til hvers að hafa fyrir því að mála stofuna eins og ég ætlaði að gera í næstu viku? Þetta gæti allt verið búið á morgun.

Þunglyndis kveðjur

Idda   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband